Andrés Jónsson
@andresjons
Expert coffee-drinker
Ég oft á dag: "Á ég að setja þetta á Facebook? Æi nei þá kemur e-ð fávitakomment. Skelli essu á Twitter"
Tungumàlið er alltaf að þróast. Er fólk hætt að láta svona trufla sig? Finnst èg núorðið vera ca 70 ára þegar ég staldra við hvort máltæki séu rétt notuð 👴

Fyrir það er hægt að reka Háskóla Íslands í rúma 3 mánuði.
Árið 2023 nam veiðigjaldið 10,2 ma króna. Eða 0,7% af fjárlögum íslenska ríkisins.
Minnihlutinn vill stunda málþóf en hefur ekki úthald í það. Sleit fundi. Þá er umræðunni væntanlega lokið.
Það væri gríðarlega slæmt fyrir framhaldið hjá þessari ríkisstjórn ef hún færi að bakka með hækkun veiðigjalda. Því innst inni býr sú hugmynd í okkur öllum, svipað og önnur óheilbrigð viðhorf, að Sjálfstæðisflokkurinn "eigi þetta og megi þetta"... alveg óháð kosningaúrslitum.
Jafnaðarmenn eru með pálmann í höndunum fyrir kosningarnar í 🇳🇴 í haust

Elska að maður getur hringt í hvaða smáfyrirtæki sem er í raunhagkerfinu á milli kl.8 og 9 á morgnana og það svarar einhver glaðvakandi sem mætti fyrir klukkutíma og þegar búinn með tvo kaffibolla.
Afhverju eru evropsku laggjaldaflugfelögin lægst á þennan mælikvarða en þau bandarisku hæst? Hélt að þessi félög væru með sambærilegt rekstrarmódel

Það er algengt viðbragð fyrirtækja og atvinnulífsins að eftirlit sé óþarfi og að sjálfsögðu fari þau öll að lögum. Þetta mál, þar sem hið þýska VW ákvað meðvitað að svindla, er àminning um að fyrirtækjum er ekki sjálfkrafa treystandi til að breyta rétt. visir.is/g/20252731029d…
Vill einhver làta Norðmenn vita að þeir geta lagt niður olíusjóðinn og 70% skattinn á olíuvinnslu? Olían á sig sjàlf. visir.is/g/20252725021d…
We await a full and lasting ceasefire, starting from tomorrow, to provide the necessary basis for diplomacy. There is no point in prolonging the killings. And I will be waiting for Putin in Türkiye on Thursday. Personally. I hope that this time the Russians will not look for…
Eftir á að hyggja þá bera Joe Biden, ráðgjafar hans og nokkrir flokkseigendur í Demókrataflokknum mesta ábyrgð á því að Donald Trump var kjörinn í annað sinn. Trúverðugleiki demókrata bar algjört skipbrot hjá almenningi þegar að þau studdu endurkjör kalkaðs manns sem forseta.
Ansi finnst mér magnað að heilvita fólk sé að gera skandal úr þessu máli.
Ég efast ekki um að Isavia hefði brugðist hraðar við og með meira afgerandi hætti ef Hreyfilsmenn hefðu breytt kaffistofunni í kapellu og meinað bílstjórum sem tilheyra öðrum trúfélögum aðgang. Svona aðskilnaðarstefna á að vera fordæmd alveg sama hver viðhefur hana.